BÓLGUSTORMURINN 2020-2021

image4-640x640Nú að hausti megum við búa daglangt við Covid19 ógnina sem hefur verið meira eða minna viðvarandi síðan snemma sl. vor og nú í upphafi annar bylgju aðeins lítill hluti þjóðarinnar ónæmur, (1-2%) samkvæmt mótefnamælingum. Fyrir 6 árum um svipað leyti að hausti, máttum við búa við gosmengun víða um land og yfirvofandi inflúensu og ebólufaraldur erlendis frá. Enginn vissi hver þróunin yrði í eldsumbrotunum norðan Vatnajökuls og í Bárðarbungu og menn sáu jafnvel fyrir sér ný móðuharðindi, án þess að þjóðfélagið færi á hliðina.

Afleiðingar af Spænsku veikinni hér á landi fyrir einni öld þegar engin bóluefni voru til staðar og jafnvel svínaflensunnar fyrir 11 árum, er áminning um hvernig venjuleg inflúensa getur hagað sér í verstu tilfellunum hjá hverju og einu okkar. Dánartíðni aðeins meðalslæmrar inflúensu er svipuð og í Covidinu nú. Þegar óheftir bólgustormar herja á lungu, bein og vöðva á miðjum vetri, eins og hendi sé veifað. Mæðuharðindi alltaf fyrir þá sem lenda í.

Móðuharðindin í lok 18 aldar urðu til eftir ekki alls ólíka atburðarrás og líkleg er þessa daganna. Bólusótt (stórabóla) lá afar þungt á þjóðinni að viðbættri gosmengun um land allt. Áhrif bólusóttarinnar einnar á 18 öld er mikið vanmetin í Íslandssögunni, en hún átti áður ríkan þátt í endalokum þjóðveldisins á þrettándu öld. Hún dró einfaldlega svo úr viðnámsþrótti þjóðarinnar að henni var nauðsynlegt að ganga erlendu valdi á hönd.

Talið er að allt að fimmtungur þjóðarinnar hafi látist í móðuharðindunum einum. Hörmungarnar urðu meðal annars til þess að Íslandi var einna fyrst þjóða í heiminum skaffað bóluefni (kúabólusmitefni) sem nýttist til bólusetninga geng bólusóttinni. Danski kóngurinn sá þannig aumur á Íslendingum og sem voru á góðri leið með að þurrkast út sem þjóð og sem vissulega var undir forsjá hans. Bólusetningin, nýleg stofnun Landlæknisembættisins og menntun læknisefna nokkrum áratugum áður svo og menntun ljósmæðra síðar, snarbætti heilsuástand þjóðarinnar. Aldrei í Íslandssögunni hefur verið gert jafn þýðingamikið átak í lýðheilsumálum og sem snarlækkaði afar háan ungbarnadauða. Á landi þar sem áður mátti reikna með að aðeins um fjórðungur barna næði fullorðinsárum.

Margir samverkandi þættir auk bólusóttar og gosmóðu voru að verki sem sköpuðu þær hörmungar sem móðuharðindin reyndust. Mikill kuldi og léleg loftgæði juku t.d. á tíðni hverdagslegra sýkinga, ekki síst lungnabólgu. Sýklalyfin voru eingin. Flensufaraldrar gengu reglulega yfir og dánartíðni af völdum lungnabólgu gat verið allt að þriðjungur. Fátækt var mikil og húsakynni oft léleg. Heilbrigðiskerfið er afar illa í stakk búið að mæta aukinni þjónustuþörf. Margir eru reyndar þegar hættir að treysta á vísindin og farnir að halla sér að kukli, hjávísindum og allskyns gagnslausum skyndikúrum gegn vanheilsu sinni og sem reyndar mest er auglýst í fjölmiðlum þessa daganna. Þar sem gróðahyggja sumra hefur tekið völdin hjá auðtrúa þjóð og almenningur er oft afar illa upplýstur.

Eldra fólki og sjúklingum með langvinna sjúkdóma er sérstaklega ráðlagt að láta bólusetja sig á hverju hausti gegn árlegri inflúensu. Eins er mælt með að verðandi mæður fái bólusetningu. Það er ekki síst til að verja ungbarnið, í meðgöngunni og fyrst eftir fæðinguna. Í Bandaríkjunum er einnig mælt með að öll ungbörn frá 6 mánaða aldri fái inflúensubólusetningu að hausti, enda engin bólusetning sem kemur jafn oft í veg fyrir slæmar loftvegsýkingar og fylgisýkingar á veturna en einmitt inflúensubólusetningin. Venjuleg flensa veldur flestum, miklu meiri einkennum en venjuileg Covid sýking, þótt langtímaafleiðingar og jafnvel dauðsföll séu fleiri, einkum hjá þeim sem viðkvæmastir eru fyrir. Erfitt getur einnig verið að greina flensueinkenni frá Covid-einkennum í byrjun, þótt í flestum tilvikum séu flensueinkennin miklu verri. Enginn veit heldur hvernig þessar tvær pestir geta blandast saman.

Margir gleyma að allskonar aðrir faraldrar en Covidið nú, hafa verið nærtækir lengi og sem geta með stuttum fyrirvara breyst í drepsóttir. Fuglaflensa, auk heimsfaraldurs nýrrar inflúensu getur brotist út með stuttum fyrirvara og sýklalyfjaónæmir sýklar eru þegar eru farnir að herja á okkur, en sem geta aukist með t.d. óheftum innflutningi á erlendu kjöti og landbúnaðarafurðum. Samfélagsmósar, spítalamósar og ESBL colibakteríur eru í stöðugri sókn og jafnvel fluttar til landsins, á auðveldasta máta sem hægt er að hugsa sér með ófrosnu kjöti. Lungnabólgubakterían (pneumókokkar) og aðrir algengir sýklar eru sífellt að verða ónæmir gegn hefðbundnum sýklalyfjum. Allt vegna ofnotkunar okkar á sýklalyfjum sl. áratugi í samfélaginu og landbúnaði erlendis. Allt algengir sýklar og flórubakteríur í umhverfinu sem afar erfitt getur verið að meðhöndla með sýklalyfjum þegar mest á reynir og þeir ónæmir fyrir lyfjunum okkar. Helsta læknisvopninu okkar og þeirra sem standa vaktina. Fyrirbyggjandi aðgerðir líka og sem eru algjörlega í okkar eigin höndum!

Við getum verið heppin og komist sæmilega gegnum veturinn nú án sérstakra ráðstafanna annarra en vegna Covid faraldursins. Miðað við sóttvaranráðstafanir má búast við að flensufaraldurinn í vetur verði samt langvinnari og fari hægar af stað en undanfarin ár. Nú þegar eru líka blikur á lofti í lýðheilsumálunum vegna afleiðinga Covidshafta og minni þjónustugetu heilbrigðiskerfisins og jafanvel sem sjá má í samfélagslegum breytingum, félagslegri óeyrð, auknu þunglyndi og jafnvel ofbeldi í þjóðfélaginu öllu. Sjúklingar jafnvel farnir að hika við að leita sér þjónustu. Lítið hefur verið gert til að reyna að styrkja heilbrigðiskerfið sl. mánuði, þótt fyrstu aðgerðir stjórnvalda vegna Covid áttu að miða fyrst og fremst að því.

Það er auðvitað á ábyrgð stjórnvalda að verja landið eins og kostur er fyrir alvarlegum næmum sjúkdómum og sem Sóttvarnarlæknir hefur aðal umsjón með. Afleiðingar aðgerða mega þó ekki rústa okkar samfélagsgerð, fjárhagslegri þjóðfélagsgetu og almennri heilbrigðisþjónustu. Heldur ekki að afleiðingarnar verði verri lýðheilsa almennt séð en efni standa til. Enginn veit með vissu hvað þættir í ónæmisvörnum okkar gegn covid gegna mestu máli. Mótefni, jafnvel ósérhæfð við fyrri coronaveirufareldrum eða það frumubundna. Mörkin hvar hjarðónæmið liggur eru mjög óljós og sennilega innan við 20% miðað við SARS-COVID2 -19. Hver og einn einstaklingur verður líka að sýna almenna skynsemi og ábyrgð í sínum forvörnum og sinna. Meðal annars með bólusetningu nú fyrir því líklegasta í vetur, inflúensunni og vonandi Covid bólusetningu ef hún sýnir sig virka vel og verður í boði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Góð samantekt. Sérstaklega áhugavert það sem þú segir um hjarðónæmið. Hvað veldur því að þú telur 20% nægja til að mynda það?

Þorsteinn Siglaugsson, 22.9.2020 kl. 13:32

2 identicon

Fyrri corónaveirufaraldrar fyrst og fremst. Reynsla af faraldrinum víða erlendis og mótefnasvörun, væntanlega tímabundið, en sem sumstaðar er allt að 50%. Á norðlægari slóðum er líklegra að coronafaraldrar gangi yfir á hverjum vetri, en sem mælust heldur ekki í mótefnum. Þarf þó ekki að þýða að við séum næm fyrir Covid19, eða tökum einkennum vægar. Annars er ekkert 100% í þessum efnum.

Vilhjálmur Ari (IP-tala skráð) 23.9.2020 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilhjálmur Ari Arason

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Vilhjálmur Ari Arason
Heilsugæslulæknir sem hefur unnið ásamt fleirum að skynsamlegri notkun sýklalyfja í þjóðfélaginu m.a. með rannsóknum og greinaskrifum sl. 20 ár. Ofnotkun sýklalyfja við sýkingum sem í flestum tilvikum þarf ekki að meðhöndla með sýklalyfjum s.s. flestar eyrnabólgur barna er helsta skýringin á vaxandi og mjög alvarlegu sýklalyfjaónæmi í heiminum meðal helstu sýkingarvalda. Þetta á ekki síst við um á Íslandi þar sem vandamálið er orðið að einu alvarlegasta heilbrigðisvandamáli samtímans meðal ungra barna.  Aðkallandi vinna er framundan hér á landi til að reyna að snúa þróuninni við. Vinna þarf eftir viðkenndum alþjóðlegum leiðbeiningum í þessum efnum og styrkja heilugæsluþjónustuna fyrir börn, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • DSC08379
  • image4-640x640
  • 9D88EE46-52C1-408F-9EB4-7811819D52EC
  • holmes2
  • holmes2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband