Færsluflokkur: Dægurmál

MÓSA-innrás samkvæmt lögum!

9D88EE46-52C1-408F-9EB4-7811819D52ECUmræða og áhyggjur stjórnvalda eftir EFTA dómsúrskurðurinn í vetur sem kvað á um að öll höft íslenska ríkisins á innflutningi á erlendum sláturafurðum væru óheimilar hefur litast fyrst og fremst af hræðslu á matareitrunum og ef marka má t.d. ríkisfjölmiðillinn RÚV. Aðallega er um að ræða hræðslu á Salmonellu- og Kamphýlobaktersmiti sem er miklu hættumeira úr erlendri hrávöru en þekkst hefur hér á landi. Í Bretlandi hefur t.d. allt að þriðjungur slátraðs kjúklings borið með sér Kamphylobaktersmit. Nú snýst málið þannig f.o.f. að betri upprunamerkingu kjötsins og gæðaeftirliti sem alls ekki er til staðar hér á landi, nema þá í mýflugumynd. Gott og vel og ef ekki væri lítið framhjá miklu víðtækara (algengara) og langvinnara varanlegu vandamáli, tengt sýklalyfjaþolnum/ónæmum „eðlilegum“ flórubakteríum sem alltaf berst með fersku kjöti (sér í lagi ófrosnu). Flóra sem smitast þá mun óhjákvæmilega í stórum stíl í almenna flóru landans og síðan til dýranna okkar. Sýklar sem munu valda miklu algengari tilfallandi sýklalyfjaónæmum sýkingum hjá mannfólkinu á Íslandi í framtíðinni ef að líkum lætur. Meðal annars með sárasýkingum hverskonar og t.d. þvagfærasýkingum, meðal annars hjá ungum börnum auðvitað.

„Venjulegir“ sýklalyfjaónæmir E. Coli saurgerlar (ESBL) og klasakokkabakteríur (Ca-MRSA, MÓSAR) finnast oft í/á erlendu hráu kjöti og sem dýrin hafa borði með sér við ræktun (í allt að meirihluta kjúklings t.d. frá Svíþjóð og í dönsku svínakjöti). Þessar bakteríur smitast óhjákvæmilega í kjötið við slátrun. Lýðheilsusjónarmið um vernd íslensku næmu flórunnar okkar verða þar með látin lúta í lægra haldi fyrir ESB ákvæði. Ekki eins og með lúpínuna í íslenska jurtaríkið á sínum tíma, heldur með sýklum sem valdið geta lífshættulegum sýkingum og óheyrilegum kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið allt. M.a. í lyfjakostnaði (miklu dýrari og breiðvirkari sýklalyf ef þau þá finnast eða eru til) og seinkaðri og oft flókinni meðferð.

Heilbrigðisstofnanir hér á landi hafa t.d. hingað til leitað MÓSA-smitbera til að hefta útbreiðslu og ef sjúklingur hefur dvalist á heilbrigðisstofnum erlendis sl. mánuði. Íslenskt heilbrigðisstarfsfólk sem meðhöndlað hefur MÓSA-smitbera á einhverju stigi, eru sendir í kembileit og mega ekki vinna með aðra sjúklinga fyrr en hugsanlegt smit hefur verið upprætt. Samt á að samþykkja nú að sýklalyfjaónæmu saurgerlarnir og samfélagsmósarnir verði fluttir inn erlendis frá í tonnatali með hráu blæðandi kjöti og í umbúðum sem alltaf geta lekið. Í kjötborð kaupmannsins og síðan eldhúsin og í landsmenn alla, þ.m.t. börnin okkar. Þegar lýðheilsan er látin víkja fyrir hagmunum Samtaka verslunarinnar, í nafni neytendaverndar og gæða!!!

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2017/11/20/samfelagsmosar-i-hrau-kjoti-og-sarasykingum/

 


Um bloggið

Vilhjálmur Ari Arason

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Vilhjálmur Ari Arason
Heilsugæslulæknir sem hefur unnið ásamt fleirum að skynsamlegri notkun sýklalyfja í þjóðfélaginu m.a. með rannsóknum og greinaskrifum sl. 20 ár. Ofnotkun sýklalyfja við sýkingum sem í flestum tilvikum þarf ekki að meðhöndla með sýklalyfjum s.s. flestar eyrnabólgur barna er helsta skýringin á vaxandi og mjög alvarlegu sýklalyfjaónæmi í heiminum meðal helstu sýkingarvalda. Þetta á ekki síst við um á Íslandi þar sem vandamálið er orðið að einu alvarlegasta heilbrigðisvandamáli samtímans meðal ungra barna.  Aðkallandi vinna er framundan hér á landi til að reyna að snúa þróuninni við. Vinna þarf eftir viðkenndum alþjóðlegum leiðbeiningum í þessum efnum og styrkja heilugæsluþjónustuna fyrir börn, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • DSC08379
  • image4-640x640
  • 9D88EE46-52C1-408F-9EB4-7811819D52EC
  • holmes2
  • holmes2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband