Engin bylgja enn á Ströndum...

DSC08379Enn sem komið er hefur enginn í Strandasýslu greinst með Covid19. Sennilega má þakka það tilviljun, en íbúar og heilbrigðisstarfsfólk hafa frá byrjun verið vel vakandi fyrir smithættunni. Allt í kring hafa komið upp hópsýkingar, l í fyrstu bylgju faraldursins í apríl.

Að sama skapi má áætla að hjarðónæmið fyrir Covid19 sé lítið sem ekkert og þannig næmið mjög mikið í samfélaginu í vetur. Mögulegt er auðvitað að einhverjir séu með mótefni og hafi fengið einkennalausa sýkingu, án þess að veikjast fyrir sunnan.

Hætt er við að næm samfélög eins og Strandirnar geti fengið yfir sig holskeflu Covid19 faraldursins, ef ekki er varlega farið. Spurningar hafa svo sem verið frá byrjun að loka eigi fyrir ónauðsynlegar samgöngur á Strandir í þessum tilgangi. Hvergi á landinu er meðalaldur hærri. Heilbrigðisþjónustan miðast við lítið sjúkrahús og heilsugæslustöð á Hólmavík. Einn læknir og enginn hjúkrunarfræðingur flesta daga. Einn sjúkrabíll og hérað sem spannar meira en 100 km, norður, suður Strandir og allt innra Djúp. 

https://blog.dv.is/vilhjalmurari/2016/11/01/thjodbrautin-um-innra-djup-og-strandir/


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilhjálmur Ari Arason

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Vilhjálmur Ari Arason
Heilsugæslulæknir sem hefur unnið ásamt fleirum að skynsamlegri notkun sýklalyfja í þjóðfélaginu m.a. með rannsóknum og greinaskrifum sl. 20 ár. Ofnotkun sýklalyfja við sýkingum sem í flestum tilvikum þarf ekki að meðhöndla með sýklalyfjum s.s. flestar eyrnabólgur barna er helsta skýringin á vaxandi og mjög alvarlegu sýklalyfjaónæmi í heiminum meðal helstu sýkingarvalda. Þetta á ekki síst við um á Íslandi þar sem vandamálið er orðið að einu alvarlegasta heilbrigðisvandamáli samtímans meðal ungra barna.  Aðkallandi vinna er framundan hér á landi til að reyna að snúa þróuninni við. Vinna þarf eftir viðkenndum alþjóðlegum leiðbeiningum í þessum efnum og styrkja heilugæsluþjónustuna fyrir börn, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • DSC08379
  • image4-640x640
  • 9D88EE46-52C1-408F-9EB4-7811819D52EC
  • holmes2
  • holmes2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband