2.10.2020 | 08:55
Engin bylgja enn á Ströndum...
Enn sem komið er hefur enginn í Strandasýslu greinst með Covid19. Sennilega má þakka það tilviljun, en íbúar og heilbrigðisstarfsfólk hafa frá byrjun verið vel vakandi fyrir smithættunni. Allt í kring hafa komið upp hópsýkingar, l í fyrstu bylgju faraldursins í apríl.
Að sama skapi má áætla að hjarðónæmið fyrir Covid19 sé lítið sem ekkert og þannig næmið mjög mikið í samfélaginu í vetur. Mögulegt er auðvitað að einhverjir séu með mótefni og hafi fengið einkennalausa sýkingu, án þess að veikjast fyrir sunnan.
Hætt er við að næm samfélög eins og Strandirnar geti fengið yfir sig holskeflu Covid19 faraldursins, ef ekki er varlega farið. Spurningar hafa svo sem verið frá byrjun að loka eigi fyrir ónauðsynlegar samgöngur á Strandir í þessum tilgangi. Hvergi á landinu er meðalaldur hærri. Heilbrigðisþjónustan miðast við lítið sjúkrahús og heilsugæslustöð á Hólmavík. Einn læknir og enginn hjúkrunarfræðingur flesta daga. Einn sjúkrabíll og hérað sem spannar meira en 100 km, norður, suður Strandir og allt innra Djúp.
https://blog.dv.is/vilhjalmurari/2016/11/01/thjodbrautin-um-innra-djup-og-strandir/
Um bloggið
Vilhjálmur Ari Arason
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Bráð miðeyrnabólga-klíniskar leiðbeiningar Landlæknis Nýjar leiðbeiningar um meðferð bráðrar miðeyrnabólgu sem segja að oftast megi bíða með sýklalyfjameðferð
- Leiðbeiningar breskra heilbrigðisyfirvalda um meðferð efri loftvegasýkinga Nýjar leiðbeiningar þar sem hvatt er til íhaldsamar notkunar á sýklalyfjum við efri loftvegasýkingum
- Hvað aðrar þjóðir geta lært af slæmri reynslu íslendinga Tímaskortur foreldra, skortur á fræðslu og mikið vinnuálag eru líklegustu skýringarnar á tíðari sýklalyfjaávísunum hér á landi en annars staðar og segir í ritgerðinni að foreldrar þurfi að fá betri fræðslu og eftirfylgni hjá heilsugæslunni í stað sýklalyfja af minnsta tilefni á skyndivöktum.
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 1405
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.