Ekki endilega að treysta bara á bólusetningar í dag

Margoft hafa verið reynd bóluefni gegn kvefveirum en þar sem þær breytast svo ört hefur það ekki gefist vel og reyndar engin góð bóluefni fundist hingað til eins og t.d. geng RS veirunni. Ef bólusetning í þjóðfélögum á að heppnast þarf yfir 80% þátttöku og þannig að fullnægjandi hjarðónæmi myndist. Hitt er svo líka annað mál hvað bólusetning síðan dugar lengi. Allavega er í dag ekki hægt að reikna með að bóluefni leysi allan vanda og a.m.k. ekki í bráð að mínu mati. Margar vísbendingar eru hins vegar um miklu útbreiddara smit en klínísk tilfelli segja til um og sem væru góðar fréttir. Þýskar rannsóknir benda t.d. til að klínísk tilfelli séu aðeins um 6% af heildarfjöldanum. Þannig mætti segja að jafnvel 20.000 Íslendingar hafi smitast, en sem gefur samt ekki nægjanlegt hjarðónæmi til lengri tíma. Gæti hinsvegar gagnast sem ákveðin fyrst vörn í bland við síðar sóttkvíar með góðri smitrakningu ef faraldur eða hópsýkingar brjótast út. Ef marka má rannsóknir DeCode að þá ætti < 3% þjóðarinn að hafa smitast á þeim vikum sem kembileit hefur farið hér fram og sem bendir þá aðeins til um 12.000 Íslendinga hafi smitast í heildina. Mótefnamælingar í slembiúrtaki þjóðarinnar er því orðið mjög mikilvægt að fá og svo ákveða má með næstu aðgerðir og smitvarnaaðgerðir gegn Covid19 sem og samskipti síðar við umheiminn og samanburð við aðrar þjóðir. 


mbl.is Bólusetning er forsenda opnunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Núverandi aðgerðir eru kolrangar - það á við um allan heiminn. 


Þegar menn tala um að fletja út kúrvuna þýðir það að við lengjum hana. Viljum við virkilega að öndunarfærasjúkdómur sem þessi sé viðvarandi í samfélaginu lengur en þörf er á?

Við einangrum okkur ekki frá náttúrunni - það er fantasía. Búið er að hræða líftóruna úr alltof mörgu fólki vegna þess að fréttir af covid 19 eru allar í hamfarastíl.
Tökum dæmi. Meðal 60 blóðgjafa í einum ítölskum bæ voru 40 með mótefni við vírusnum. Þeir höfðu m.ö.o. fengið vírusinn og ekki fengið nein einkenni og voru þar með ónæmir. Ein rannsókn gerir að því skóna að ca. helmingur í Bretlandi hafi fengið vírusinn í lok mars.

Víða eru heilbrigðiskerfi rekin fyrir skattfé. Þegar skattstofnar ýmist rýrna eða hverfa verður hið opinbera af fé. Hvernig á að reka heilbrigðiskerfi þegar enginn er peningurinn? Á að reka það með því að hrósa starfsfólkinu? Greiðum við líka fyrir innflutt lyf með hrósi?

Margir "sérfræðingar" í heilbrigðisgeiranum hafa séð til þess að efnahagslífi heimsins var siglt upp á sker. Ráð margra þeirra hafa verið léleg og haft hræðilegar afleiðingar.  :-(

Helgi (IP-tala skráð) 10.4.2020 kl. 07:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilhjálmur Ari Arason

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Vilhjálmur Ari Arason
Heilsugæslulæknir sem hefur unnið ásamt fleirum að skynsamlegri notkun sýklalyfja í þjóðfélaginu m.a. með rannsóknum og greinaskrifum sl. 20 ár. Ofnotkun sýklalyfja við sýkingum sem í flestum tilvikum þarf ekki að meðhöndla með sýklalyfjum s.s. flestar eyrnabólgur barna er helsta skýringin á vaxandi og mjög alvarlegu sýklalyfjaónæmi í heiminum meðal helstu sýkingarvalda. Þetta á ekki síst við um á Íslandi þar sem vandamálið er orðið að einu alvarlegasta heilbrigðisvandamáli samtímans meðal ungra barna.  Aðkallandi vinna er framundan hér á landi til að reyna að snúa þróuninni við. Vinna þarf eftir viðkenndum alþjóðlegum leiðbeiningum í þessum efnum og styrkja heilugæsluþjónustuna fyrir börn, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • DSC08379
  • image4-640x640
  • 9D88EE46-52C1-408F-9EB4-7811819D52EC
  • holmes2
  • holmes2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband