2.10.2020 | 08:55
Engin bylgja enn á Ströndum...
Enn sem komið er hefur enginn í Strandasýslu greinst með Covid19. Sennilega má þakka það tilviljun, en íbúar og heilbrigðisstarfsfólk hafa frá byrjun verið vel vakandi fyrir smithættunni. Allt í kring hafa komið upp hópsýkingar, l í fyrstu bylgju faraldursins í apríl.
Að sama skapi má áætla að hjarðónæmið fyrir Covid19 sé lítið sem ekkert og þannig næmið mjög mikið í samfélaginu í vetur. Mögulegt er auðvitað að einhverjir séu með mótefni og hafi fengið einkennalausa sýkingu, án þess að veikjast fyrir sunnan.
Hætt er við að næm samfélög eins og Strandirnar geti fengið yfir sig holskeflu Covid19 faraldursins, ef ekki er varlega farið. Spurningar hafa svo sem verið frá byrjun að loka eigi fyrir ónauðsynlegar samgöngur á Strandir í þessum tilgangi. Hvergi á landinu er meðalaldur hærri. Heilbrigðisþjónustan miðast við lítið sjúkrahús og heilsugæslustöð á Hólmavík. Einn læknir og enginn hjúkrunarfræðingur flesta daga. Einn sjúkrabíll og hérað sem spannar meira en 100 km, norður, suður Strandir og allt innra Djúp.
https://blog.dv.is/vilhjalmurari/2016/11/01/thjodbrautin-um-innra-djup-og-strandir/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2020 | 12:13
BÓLGUSTORMURINN 2020-2021
Nú að hausti megum við búa daglangt við Covid19 ógnina sem hefur verið meira eða minna viðvarandi síðan snemma sl. vor og nú í upphafi annar bylgju aðeins lítill hluti þjóðarinnar ónæmur, (1-2%) samkvæmt mótefnamælingum. Fyrir 6 árum um svipað leyti að hausti, máttum við búa við gosmengun víða um land og yfirvofandi inflúensu og ebólufaraldur erlendis frá. Enginn vissi hver þróunin yrði í eldsumbrotunum norðan Vatnajökuls og í Bárðarbungu og menn sáu jafnvel fyrir sér ný móðuharðindi, án þess að þjóðfélagið færi á hliðina.
Afleiðingar af Spænsku veikinni hér á landi fyrir einni öld þegar engin bóluefni voru til staðar og jafnvel svínaflensunnar fyrir 11 árum, er áminning um hvernig venjuleg inflúensa getur hagað sér í verstu tilfellunum hjá hverju og einu okkar. Dánartíðni aðeins meðalslæmrar inflúensu er svipuð og í Covidinu nú. Þegar óheftir bólgustormar herja á lungu, bein og vöðva á miðjum vetri, eins og hendi sé veifað. Mæðuharðindi alltaf fyrir þá sem lenda í.
Móðuharðindin í lok 18 aldar urðu til eftir ekki alls ólíka atburðarrás og líkleg er þessa daganna. Bólusótt (stórabóla) lá afar þungt á þjóðinni að viðbættri gosmengun um land allt. Áhrif bólusóttarinnar einnar á 18 öld er mikið vanmetin í Íslandssögunni, en hún átti áður ríkan þátt í endalokum þjóðveldisins á þrettándu öld. Hún dró einfaldlega svo úr viðnámsþrótti þjóðarinnar að henni var nauðsynlegt að ganga erlendu valdi á hönd.
Talið er að allt að fimmtungur þjóðarinnar hafi látist í móðuharðindunum einum. Hörmungarnar urðu meðal annars til þess að Íslandi var einna fyrst þjóða í heiminum skaffað bóluefni (kúabólusmitefni) sem nýttist til bólusetninga geng bólusóttinni. Danski kóngurinn sá þannig aumur á Íslendingum og sem voru á góðri leið með að þurrkast út sem þjóð og sem vissulega var undir forsjá hans. Bólusetningin, nýleg stofnun Landlæknisembættisins og menntun læknisefna nokkrum áratugum áður svo og menntun ljósmæðra síðar, snarbætti heilsuástand þjóðarinnar. Aldrei í Íslandssögunni hefur verið gert jafn þýðingamikið átak í lýðheilsumálum og sem snarlækkaði afar háan ungbarnadauða. Á landi þar sem áður mátti reikna með að aðeins um fjórðungur barna næði fullorðinsárum.
Margir samverkandi þættir auk bólusóttar og gosmóðu voru að verki sem sköpuðu þær hörmungar sem móðuharðindin reyndust. Mikill kuldi og léleg loftgæði juku t.d. á tíðni hverdagslegra sýkinga, ekki síst lungnabólgu. Sýklalyfin voru eingin. Flensufaraldrar gengu reglulega yfir og dánartíðni af völdum lungnabólgu gat verið allt að þriðjungur. Fátækt var mikil og húsakynni oft léleg. Heilbrigðiskerfið er afar illa í stakk búið að mæta aukinni þjónustuþörf. Margir eru reyndar þegar hættir að treysta á vísindin og farnir að halla sér að kukli, hjávísindum og allskyns gagnslausum skyndikúrum gegn vanheilsu sinni og sem reyndar mest er auglýst í fjölmiðlum þessa daganna. Þar sem gróðahyggja sumra hefur tekið völdin hjá auðtrúa þjóð og almenningur er oft afar illa upplýstur.
Eldra fólki og sjúklingum með langvinna sjúkdóma er sérstaklega ráðlagt að láta bólusetja sig á hverju hausti gegn árlegri inflúensu. Eins er mælt með að verðandi mæður fái bólusetningu. Það er ekki síst til að verja ungbarnið, í meðgöngunni og fyrst eftir fæðinguna. Í Bandaríkjunum er einnig mælt með að öll ungbörn frá 6 mánaða aldri fái inflúensubólusetningu að hausti, enda engin bólusetning sem kemur jafn oft í veg fyrir slæmar loftvegsýkingar og fylgisýkingar á veturna en einmitt inflúensubólusetningin. Venjuleg flensa veldur flestum, miklu meiri einkennum en venjuileg Covid sýking, þótt langtímaafleiðingar og jafnvel dauðsföll séu fleiri, einkum hjá þeim sem viðkvæmastir eru fyrir. Erfitt getur einnig verið að greina flensueinkenni frá Covid-einkennum í byrjun, þótt í flestum tilvikum séu flensueinkennin miklu verri. Enginn veit heldur hvernig þessar tvær pestir geta blandast saman.
Margir gleyma að allskonar aðrir faraldrar en Covidið nú, hafa verið nærtækir lengi og sem geta með stuttum fyrirvara breyst í drepsóttir. Fuglaflensa, auk heimsfaraldurs nýrrar inflúensu getur brotist út með stuttum fyrirvara og sýklalyfjaónæmir sýklar eru þegar eru farnir að herja á okkur, en sem geta aukist með t.d. óheftum innflutningi á erlendu kjöti og landbúnaðarafurðum. Samfélagsmósar, spítalamósar og ESBL colibakteríur eru í stöðugri sókn og jafnvel fluttar til landsins, á auðveldasta máta sem hægt er að hugsa sér með ófrosnu kjöti. Lungnabólgubakterían (pneumókokkar) og aðrir algengir sýklar eru sífellt að verða ónæmir gegn hefðbundnum sýklalyfjum. Allt vegna ofnotkunar okkar á sýklalyfjum sl. áratugi í samfélaginu og landbúnaði erlendis. Allt algengir sýklar og flórubakteríur í umhverfinu sem afar erfitt getur verið að meðhöndla með sýklalyfjum þegar mest á reynir og þeir ónæmir fyrir lyfjunum okkar. Helsta læknisvopninu okkar og þeirra sem standa vaktina. Fyrirbyggjandi aðgerðir líka og sem eru algjörlega í okkar eigin höndum!
Við getum verið heppin og komist sæmilega gegnum veturinn nú án sérstakra ráðstafanna annarra en vegna Covid faraldursins. Miðað við sóttvaranráðstafanir má búast við að flensufaraldurinn í vetur verði samt langvinnari og fari hægar af stað en undanfarin ár. Nú þegar eru líka blikur á lofti í lýðheilsumálunum vegna afleiðinga Covidshafta og minni þjónustugetu heilbrigðiskerfisins og jafanvel sem sjá má í samfélagslegum breytingum, félagslegri óeyrð, auknu þunglyndi og jafnvel ofbeldi í þjóðfélaginu öllu. Sjúklingar jafnvel farnir að hika við að leita sér þjónustu. Lítið hefur verið gert til að reyna að styrkja heilbrigðiskerfið sl. mánuði, þótt fyrstu aðgerðir stjórnvalda vegna Covid áttu að miða fyrst og fremst að því.
Það er auðvitað á ábyrgð stjórnvalda að verja landið eins og kostur er fyrir alvarlegum næmum sjúkdómum og sem Sóttvarnarlæknir hefur aðal umsjón með. Afleiðingar aðgerða mega þó ekki rústa okkar samfélagsgerð, fjárhagslegri þjóðfélagsgetu og almennri heilbrigðisþjónustu. Heldur ekki að afleiðingarnar verði verri lýðheilsa almennt séð en efni standa til. Enginn veit með vissu hvað þættir í ónæmisvörnum okkar gegn covid gegna mestu máli. Mótefni, jafnvel ósérhæfð við fyrri coronaveirufareldrum eða það frumubundna. Mörkin hvar hjarðónæmið liggur eru mjög óljós og sennilega innan við 20% miðað við SARS-COVID2 -19. Hver og einn einstaklingur verður líka að sýna almenna skynsemi og ábyrgð í sínum forvörnum og sinna. Meðal annars með bólusetningu nú fyrir því líklegasta í vetur, inflúensunni og vonandi Covid bólusetningu ef hún sýnir sig virka vel og verður í boði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.4.2020 | 09:52
Ekki endilega að treysta bara á bólusetningar í dag
Margoft hafa verið reynd bóluefni gegn kvefveirum en þar sem þær breytast svo ört hefur það ekki gefist vel og reyndar engin góð bóluefni fundist hingað til eins og t.d. geng RS veirunni. Ef bólusetning í þjóðfélögum á að heppnast þarf yfir 80% þátttöku og þannig að fullnægjandi hjarðónæmi myndist. Hitt er svo líka annað mál hvað bólusetning síðan dugar lengi. Allavega er í dag ekki hægt að reikna með að bóluefni leysi allan vanda og a.m.k. ekki í bráð að mínu mati. Margar vísbendingar eru hins vegar um miklu útbreiddara smit en klínísk tilfelli segja til um og sem væru góðar fréttir. Þýskar rannsóknir benda t.d. til að klínísk tilfelli séu aðeins um 6% af heildarfjöldanum. Þannig mætti segja að jafnvel 20.000 Íslendingar hafi smitast, en sem gefur samt ekki nægjanlegt hjarðónæmi til lengri tíma. Gæti hinsvegar gagnast sem ákveðin fyrst vörn í bland við síðar sóttkvíar með góðri smitrakningu ef faraldur eða hópsýkingar brjótast út. Ef marka má rannsóknir DeCode að þá ætti < 3% þjóðarinn að hafa smitast á þeim vikum sem kembileit hefur farið hér fram og sem bendir þá aðeins til um 12.000 Íslendinga hafi smitast í heildina. Mótefnamælingar í slembiúrtaki þjóðarinnar er því orðið mjög mikilvægt að fá og svo ákveða má með næstu aðgerðir og smitvarnaaðgerðir gegn Covid19 sem og samskipti síðar við umheiminn og samanburð við aðrar þjóðir.
Bólusetning er forsenda opnunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.8.2018 | 17:29
MÓSA-innrás samkvæmt lögum!
Umræða og áhyggjur stjórnvalda eftir EFTA dómsúrskurðurinn í vetur sem kvað á um að öll höft íslenska ríkisins á innflutningi á erlendum sláturafurðum væru óheimilar hefur litast fyrst og fremst af hræðslu á matareitrunum og ef marka má t.d. ríkisfjölmiðillinn RÚV. Aðallega er um að ræða hræðslu á Salmonellu- og Kamphýlobaktersmiti sem er miklu hættumeira úr erlendri hrávöru en þekkst hefur hér á landi. Í Bretlandi hefur t.d. allt að þriðjungur slátraðs kjúklings borið með sér Kamphylobaktersmit. Nú snýst málið þannig f.o.f. að betri upprunamerkingu kjötsins og gæðaeftirliti sem alls ekki er til staðar hér á landi, nema þá í mýflugumynd. Gott og vel og ef ekki væri lítið framhjá miklu víðtækara (algengara) og langvinnara varanlegu vandamáli, tengt sýklalyfjaþolnum/ónæmum eðlilegum flórubakteríum sem alltaf berst með fersku kjöti (sér í lagi ófrosnu). Flóra sem smitast þá mun óhjákvæmilega í stórum stíl í almenna flóru landans og síðan til dýranna okkar. Sýklar sem munu valda miklu algengari tilfallandi sýklalyfjaónæmum sýkingum hjá mannfólkinu á Íslandi í framtíðinni ef að líkum lætur. Meðal annars með sárasýkingum hverskonar og t.d. þvagfærasýkingum, meðal annars hjá ungum börnum auðvitað.
Venjulegir sýklalyfjaónæmir E. Coli saurgerlar (ESBL) og klasakokkabakteríur (Ca-MRSA, MÓSAR) finnast oft í/á erlendu hráu kjöti og sem dýrin hafa borði með sér við ræktun (í allt að meirihluta kjúklings t.d. frá Svíþjóð og í dönsku svínakjöti). Þessar bakteríur smitast óhjákvæmilega í kjötið við slátrun. Lýðheilsusjónarmið um vernd íslensku næmu flórunnar okkar verða þar með látin lúta í lægra haldi fyrir ESB ákvæði. Ekki eins og með lúpínuna í íslenska jurtaríkið á sínum tíma, heldur með sýklum sem valdið geta lífshættulegum sýkingum og óheyrilegum kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið allt. M.a. í lyfjakostnaði (miklu dýrari og breiðvirkari sýklalyf ef þau þá finnast eða eru til) og seinkaðri og oft flókinni meðferð.
Heilbrigðisstofnanir hér á landi hafa t.d. hingað til leitað MÓSA-smitbera til að hefta útbreiðslu og ef sjúklingur hefur dvalist á heilbrigðisstofnum erlendis sl. mánuði. Íslenskt heilbrigðisstarfsfólk sem meðhöndlað hefur MÓSA-smitbera á einhverju stigi, eru sendir í kembileit og mega ekki vinna með aðra sjúklinga fyrr en hugsanlegt smit hefur verið upprætt. Samt á að samþykkja nú að sýklalyfjaónæmu saurgerlarnir og samfélagsmósarnir verði fluttir inn erlendis frá í tonnatali með hráu blæðandi kjöti og í umbúðum sem alltaf geta lekið. Í kjötborð kaupmannsins og síðan eldhúsin og í landsmenn alla, þ.m.t. börnin okkar. Þegar lýðheilsan er látin víkja fyrir hagmunum Samtaka verslunarinnar, í nafni neytendaverndar og gæða!!!
http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2017/11/20/samfelagsmosar-i-hrau-kjoti-og-sarasykingum/
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2013 | 17:01
Óábyrg stjórn heilbrigðismála um árabil
Mikil umræða fer nú fram um að heilbrigðiskerfið sé að molna, líka hjá stjórnmálamönnunum og er það nýtt. Mikilvæg umræða sem hefur kraumað í töluverðan tíma, en verið haldið niðri af stjórnvöldum og sem ég hef m.a reynt að gera grein fyrir hér á blogginu mínu og víðar. Sameining spítalana í nafni hagræðingar upp úr aldamótunum og sameining heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu stuttu síðar ber þar hæst, en einnig ábendingar um léleg kjör og lélega mannauðsstjórnun. Allt frá sameiningu spítalana hefur okkur læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki verið stillt upp við vegg í nafni hagræðingar og sparnaðar, á kostnað faglegs metnaðar og gæða. Sl. áratug hefur unglæknum þannig stöðugt fækkað m.a. á gólfi slysadeildar og reyndari og gamlir læknar verið látnir draga vagninn af vaxandi þunga. Um síðustu helgi t.d. var enginn unglæknir í vinnu á göngudeild slysadeildar. Aðeins 4 jálkar, þar sem ég var yngstur. Á deild sem áður státaði sig af að vera besta kennslustofnun landsins fyrir unglækna og sem þurfa að geta bjargað sér einir við erfiðar aðstæður síðar, m.a úti á landi. Deild sem enginn unglæknir vildi missa af, reynslunnar vegna. Flestir stefna nú hins vegar á útlönd, svo fljótt sem verða má, og mikill atgerfisflótti er brostinn á meðal ungra sérfræðilækna. Heilsugæslan getur ekki lengur unnið eftir alþjóðlegum viðmiðum, mikill skortur er á heimilislæknum og vaktþjónustan á höfuðborgarsvæðinu margföld miðað við það sem þekkist í nágranalöndunum. Af þessu tilefni og væntanlegri umræðu á Alþingi vil ég aðeins rifja upp söguna með nokkrum gömlum innslögum, ekki til gamans heldur af nauðsyn. Stjórnmálamennirnir mega nefnilega hafa skömm fyrir hvernig þeir hafa staðið sig hingað til.
Löngu er tímabært að landsmenn og ekki síst höfuðborgarbúar spyrji sig hvaða læknaþjónustu þeir vilja í framtíðinni og hvort þeir séu tilbúnir að hlúa að þeirri þjónustu sem þegar hefur verið byggð upp? Áður hef ég gert grein fyrir sameiginlegri ábyrgð heilbrigðisstétta, ekki síst á viðkvæmum tímum, og að þær þurfi að standa saman og styðja hvor aðra í stað þess að líta á ástandið sem sérstakt sóknartækifæri fyrir sig og sína. Stjórnvöld verða að tryggja unglæknum bestu kjör sem völ er á í stað þess að ganga endalaust á velvild þeirra og tryggja þannig að þeir vilji starfa hérlendis. Málið sem almenningur verður að gera sér grein fyrir er hvernig heilbrigðisþjónustu við ætlumst til að fá þegar mest á reynir. Grunnheilsugæslu og bráðaþjónustu þar á meðal. Stjórnvöld hljóta nú að þurfa að spyrja sig hvort læknisþjónustan eigi að vera áfram partur af velferðarþjónustunni hér á landi." http://blog.pressan.is/vilhjalmurari/2010/04/01/ungur-nemur-gamall-temur/ http://blog.pressan.is/vilhjalmurari/2011/02/14/verdleikar-laeknismenntunar-a-islandi/
Ég er heimilislæknir og starfa líka sem sérfræðingur á Slysa- og bráðamóttöku LSH, 4-5 vaktir í mánuði á kvöldin og um helgar. Ég er með 16 ára sérnám í læknisfræði að baki og tæplega 30 ára starfsreynslu á Slysa- og bráðamóttökunni. Laun mín fyrir 8 tíma helgar- og kvöldvakt með orlofi fyrir skatta eru rúmlega 50.000 kr. Á 8 tíma vakt ber ég ábyrgð á deildinni og þarf að sjá um 40 sjúklinga sjálfur og bera ábyrgð á öðrum eins fjölda sem aðrir yngri læknar sjá. Beinbrotið fólk, skorið og lemstrað. Stundum stórslasað eða alvarlega veikt. Unga sem aldna úr þjóðfélaginu öllu. Sumir fara aldrei heim aftur. Erfiðar vaktir og ég gæti í raun ómögulega bætt á mig fleirum." http://blog.pressan.is/vilhjalmurari/2012/09/15/litla-beyglan-min-og-yfir-2000-slasadir-eda-bradveikir/
" Hingað til hefur lítið verið hlustað á óskir fagfólks. Heilsugæslustöðvarnar tvær í Hafnarfirði voru færðar nauðugar undir stjórnunarvænginn í Reykjavík fyrir 5 árum síðan. Starfsfólkið mótmælti kröftuglega þá og harmaði að gengið skyldi á nærþjónustuna, sjálfstæði og frumkvöðlastarf stöðvanna. Nokkrum árum áður hafði málefni heilsugæslustöðvanna færst úr hendi sveitastjórnanna til ríkisins að ósk sveitafélaganna sjálfra þar sem þeim óx kostnaðurinn í augum " http://blog.pressan.is/vilhjalmurari/2010/09/22/reykjavikurborg-vill-taka-heilsugaesluna-yfir/
Heilbrigðisþjónustuna hefur tekið langan tíma að byggja upp á Íslandi, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu með sjálfan Landspítalann í fararbroddi og þangað sem flestra leiðir liggja einhvern tímann á ævinni. Fátt er okkur mikilvægara í mestri neyð lífsins en gott sjúkrahús með góðri bráðaþjónustu, en líka góðri heilsugæslu og dvalarstofnunum fyrir aldraða um allt land auk nauðsynlegrar sérgreinalæknisþjónustu. Um þessi atriði eru allir landsmenn sammála, en bara ekki skipulagi þjónustunnar og forgangsröðun verkefna sem fyrir liggja."
Það grátlega er þó, að frá sameiningu hefur maður aðallega séð yfirbygginguna í rekstri spítalans stækka, jafnhliða miklum niðurskurði á starfliðinu á gólfinu og auknu vinnuálagi þeirra sem eftir eru. Þjónustu sem er komin að þolmörkum þess ásættanlega. Þrátt fyrir marga samninga við Háskólann og nafni spítalans sem var breytt í Háskólasjúkrahús Landspítali. Jafnvel löngu fyrir hrun og þar sem góðærið kom aldrei. Þar sem brostinn er nú á mikill atgerfisflótti, enda býðst hæfasta starfsfólkinu margfalt betri kjör í öðrum löndum. Starfsfólk sem er á sínum besta starfsaldri og með mestu þekkinguna, jafnvel 6-12 ára sérnám að baki en því miður líka andvirði íbúðar í skuldahala í námslánum og húseignalausir. Þar sem tómt mál er að tala um að eignast hús, þaðan af síður að reisa nýtt." http://blog.pressan.is/vilhjalmurari/2012/05/05/nyr-landspitali-eins-og-slaemur-draumur-i-dos/
Á flestum sviðum læknisfræðinnar höfum við Íslendingar talið okkur standa fremstir meðal þjóða á undanförnum áratugum, læknismenntunin hefur verið góð, boðið er upp á hátæknilækningar á flestum sviðum og töluvert um vísindarannsóknir sem eykur hróður okkar erlendis. Löngum höfum við líka státað okkur af minnsta ungbarnadauða í heimi og boðið útlendingum að skoða glæsilegar heilbrigðisstofnanir og nýbyggðar heilsugæslustöðvar, en sem nú standa sumar hálf auðar. Síðast en þó síst, á síðustu og verstu tímum, höfum við mikinn metnað að byggja nýtt og öflugt hátæknisjúkrahús. En eins og gott hús verður ekki smíðað án góðra smiða, verða góðar heilsugæslustöðvar og góð sjúkrahús ekki starfrækt án vel menntaðs starfsfólks." http://blog.pressan.is/vilhjalmurari/2011/07/25/stada-laeknisthjonustunnar-a-islandi/
Álagið hefur stundum verið skilgreint innanhús (Slysa- og bráðamóttökunni) sem rautt" sem er hættuástand í starfseminni eða jafnvel svart" sem er glundroðastigið, og ætti helst ekki að geta orðið nema þegar alvarlegar hamfarir verða. Og þótt, sem betur fer, ekki sé hægt að rekja (mörg) dauðsföll beint til niðurskurðarins og bráðveikir fá enn fyrst hjálp, sér auðvitað hver sem vill, að afleiðingarnar geta oft orðið skelfilegar fyrir þá sem þurfa á skilvirkri og góðri heilbrigðisþjónustu að halda og að óbeint megi örugglega rekja ótímabær dauðsföll til niðurskurðarins. Þar sem oft er skautað hratt á mjög hálum ís". http://blog.pressan.is/vilhjalmurari/2012/07/10/bradaastand-i-sjalfri-heilbrigdisthjonustunni/
Bráðaþjónustuvandinn nú er þannig, því miður, miklu meiri heldur en bara yfirflæðið gefur til kynna með uppsögnum hjúkrunarfræðinganna. Uppsagnir sem eru fyrst og fremst tilkomnar vegna allt of mikils vinnuálags til lengri tíma og lélegra kjara miðað við ábyrgð. Stærsti vandinn er kerfislægur og á sér djúpar rætur. Nokkuð sem heilbrigðisyfirvöld hafa ekki viljað horfast í augun við eða hlustað á, í áratugi. Hvað sem núverandi velferðarráðherra og fyrrverandi heilbrigðisráðherra segja um málið og sem vitna sífellt til yfirstjórnenda, undirmanna sinna á háskólasjúkrahúsinu og sem bera erfiða ábyrgð á daglegum rekstri. Í stað þess að kynna sér vandann í grasrótinni og sjá og finna, hvar hin raunveruleg þolmörk liggja hjá þjóðinni." http://blog.pressan.is/vilhjalmurari/2012/12/06/bradathjonustuvandinn-er-kerfislaegur/
(Áður birt 11.2.2013 á blog.pressan.is/vilhjalmurari/)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Vilhjálmur Ari Arason
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Bráð miðeyrnabólga-klíniskar leiðbeiningar Landlæknis Nýjar leiðbeiningar um meðferð bráðrar miðeyrnabólgu sem segja að oftast megi bíða með sýklalyfjameðferð
- Leiðbeiningar breskra heilbrigðisyfirvalda um meðferð efri loftvegasýkinga Nýjar leiðbeiningar þar sem hvatt er til íhaldsamar notkunar á sýklalyfjum við efri loftvegasýkingum
- Hvað aðrar þjóðir geta lært af slæmri reynslu íslendinga Tímaskortur foreldra, skortur á fræðslu og mikið vinnuálag eru líklegustu skýringarnar á tíðari sýklalyfjaávísunum hér á landi en annars staðar og segir í ritgerðinni að foreldrar þurfi að fá betri fræðslu og eftirfylgni hjá heilsugæslunni í stað sýklalyfja af minnsta tilefni á skyndivöktum.
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar